Síðan Bandaríkin náðu jafntefli í stríðinu í Kóreu árið 1953, hefur sigið á ógæfuhliðina. Þau létu hrekja sig úr Víetnam 1975, Líbanon 1983 og Sómalíu 1994. Þau munu láta hrekja sig úr Írak og Afganistan. Þau þora ekki að leggja til atlögu við Íran. Þótt Bandaríkin séu heimsins mesta herveldi, ráða þau ekki við fátækar þjóðir, sem berjast að hætti skæruliða. Þannig er máttur hins harða takmarkaður. Á sama tíma ræður Evrópa heiminum með því að setja snúnar reglugerðir, sem allir verða að fylgja, jafnvel heimsveldið Microsoft. Mjúka aflið reynist vera sterkara og varanlegra en harða aflið.