Formaður fundinn

Punktar

Björn Ingi Hrafnsson verður formaður Framsóknar í næstu kosningum eftir fjögur ár. Finnur Ingólfsson og mennirnir með peningana hafa ákveðið það. Þeir þola ekki síðasta móhíkanann, Guðna Ágústsson. Þeir telja hann ekki munu sækja fylgi á þessari nýju öld. Þeir vænta hins vegar mikils af Binga. Hann brosir jafnan út að eyrum, er reyndur í spuna og í ævintýralega góðu sambandi við fjölmiðla. Almannatengslin ljóma af honum langar leiðir. Hann er maðurinn fyrir vinnumiðlunina. Verður ekki bara formaður, heldur ráðherra strax eftir kosningar, því að Íslendingar hafa gullfiskaminni.