Viðbrögð ráðamanna meðal múslima við skrípamyndum af Múhameð spámanni hafa leitt til endurmats almennings á stöðu trúarbragða í samfélaginu. Fyrst studdu margir menntamenn viðbrögðin og fordæmdu Jyllandsposten fyrir að vinna gegn félagslegum rétttrúnaði. Núna heyrast slíkar skoðanir tæpast. Flestir eru á því, að viðbrögð múslima hafi opinberað skaðleg og hættuleg viðhorf, sem berjast þurfi gegn. Þjóðir Evrópu eru í vaxandi mæli komnar á þá skoðun að hafa þurfi hemil á trúarofsa múslima. Þeir verði að sætta sig við vestrænt frelsi í vestrænum löndum. Við þurfum því fleiri skípamyndir.