Hefðbundin fréttamiðlum blómstrar á fyrsta áratug þessarar aldar. Við höfum tvö áskriftarblöð og tvö fríblöð, tvennt fréttasjónvarp og fréttaútvarp, tvo veffréttamiðla. Við fáum fullt af fréttum, þar á meðal fréttir, sem kosta vinnu og skipta máli. Aldrei hafa jafnmargir haft atvinnu af fréttum hér á landi. Almenn menntun blaðamanna er góð, þótt sárafáir þeirra hafi lært blaðamennsku. Hins vegar eru blikur á lofti. Erlend reynsla sýnir tekjutap hefðbundinna fréttamiðla og samdrátt í atvinnumennsku. Óvandaðar fréttir ókeypis bloggara sækja hratt fram og rugla tekjumynstri fagmanna.