Enn einu sinni hefur furðuleg siðanefnd Blaðamannafélags Íslands kveðið upp fáranlegan úrskurð. Nýjasta plaggið lýsir þekkingarskorti á blaðamennsku og vanþekkingu á málinu. Kastljós hefur svarað málefnalega og sannfærandi, lið fyrir lið. Blaðamannafélagið þarf að fara að taka á þessari meinsemd í félaginu. Siðareglur félagsins eru að vísu fjarska gamlar og lélegar, ólíkar siðareglum blaðamanna og fjölmiðla í öðrum löndum. En úrskurðir nefndarinnar eru ekki í samræmi við reglurnar og jafnan hálfu verri. Leggið hið bráðasta niður þessa furðunefnd og farið að endurskoða reglurnar.