Þegar fiskur er eldaður, verður hann allt í einu passlegur. Eftir það þornar hann bara og verður fljótt óætur. Þetta hafa lengi vitað fagmenn í stétt matreiðslumanna. Þess vegna er talað vel um matreiðslu hér á landi, enda vilja útlendingar borða fisk. Lengi hefur Potturinn og pannan í Nóatúni verið góður fiskistaður. Í gær lauk því tímabili. Ég fékk þurra smálúðu. Þurr smálúða bragðast eins og pappi. Þannig fer heimsins dýrð. Ég hef oft læðst inn á þennan túristavæna stað, en nú mun þeim ferðum fækka. Að borga 2.400 krónur fyrir að borða pappa er ekki mín sýn á himnaríki.