Sumir álitsgjafar eiga erfitt með að fjalla efnislega um minni fiskistofna og þrengri veiðiheimildir. Þeir kjósa fremur að þyrla upp ryki. Með því að tala um vont kvótakerfi, vonda Hafrannsóknastofnun og vondan stað hennar í ríkisgeiranum. Ekki stækka fiskistofnar, þótt tekið verði upp færeyskt kerfi, hætt að taka mark á Hafró eða hún flutt í annað ráðuneyti. Hugmyndir Einars Odds Kristjánssonar, Sturlu Böðvarssonar og Össurar Skarphéðinssonar fjölga ekki fiski í sjó. Vandinn er einfaldur, við veiðum of mikið. Við þurfum ekki meira lýðskrum. Lausnin er einföld, við drögum úr útgerðinni.