Fínt er, að útlendingar telja Ísland vera dýrt. Við þurfum ekki nema brotabrot af öllum ferðamönnum heims. Fólk á að vera viðbúið háu verði. Í gamla daga var ferðaþjónustan sökuð um að greiða hærra kaup en tíðkaðist í öðrum löndum. En ég sé engan tilgang með ferðaþjónustu, sem hefur að markmiði að borga skítakaup. Ástæðulaust er að hvetja til eflingar atvinnugreinar nema að hún veiti gott lifibrauð. Við skulum því láta af harmagráti út af háu verði á þjónustu. Annað mál er með matinn. Of hátt verð á honum stafar af landbúnaðarstefnu, sem skaðar lífskjör okkar.