“Farðu í svörtu á Edsa” sögðu skilaboðin í farsímanum árið 2002. Unga fólkið í Manila var eftir kortér komið þúsundum saman svartklætt út á torgið. Til að heimta afsögn svindlarans Joseph Estrada forseta. Veldi hans féll í kjölfarið. Sömu tækni höfðu ungir mótmælendur notað árið áður í Seattle. Þar var haldinn aðalfundur vestrænna glæpasamtaka, sem kallast Alþjóðabankinn. Þá gátu mótmælendur skipt um götur með skilaboðum í farsíma og þar með komið löggunni í opna skjöldu. Tækni nútímans styður ekki bara Stóra-Bróður, heldur hjálpar líka smælingjum, sem kunna á hana.