Afneitun í þorski

Punktar

Afneitun er Íslendingum töm. Mogginn segir “Vestfirðinga” halda fram, að nægur þorskur sé í sjónum. Og ekki beri að taka neitt mark á Hafró, sem leggur til mikinn niðurskurð þorskveiða. Erfitt er að tala um mál við menn, sem neita staðreyndum og telja þjóðina skulda sér uppihald. Mig minnir, að Vestfirðingar hafi kosið stjórnmálaflokka, sem gáfu þorskinn ýmsum sægreifum. Sem seldu hann síðan stórfyrirtækjum á Akureyri og víðar. Með stuðningi við flokka kvótakerfisins gáfu Vestfirðingar frá sér þorskinn. Nú sitja þeir eftir með draumóra eina og endalaust væl um aukna aðstoð.