Þriðji hver er bytta

Punktar

Þriðji hver Bandaríkjamaður er alkóhólisti og þarf einhvern tíma á ævinni að leita sér aðstoðar vegna misnotkunar áfengis. Þetta segir Reuters í gær um rannsókn Columbia háskóla á rúmlega 40.000 manns. Svo eru menn að kvarta um vandræði út af hassi og kókaíni, minni háttar fíkniefnum. Langsamlega hættulegasta fíkniefni heimsins er áfengi, þar með talinn bjór. Sú vara er seld um allt land, jafnvel í barnafataverzlun. En fíkniefni eru falin í umsjá svarta markaðarins, sem hefur sérstakt hagkerfi með handrukkurum og fjölbreyttu ofbeldi. Viðhorf samfélagsins til fíkniefna er koksbrenglað.