Plássið milli auglýsinganna

Fjölmiðlun

Lítil fagmennska ræður ritstjórn ýmissa bæklinga, sem ekki lúta lögmálum blaðamennsku. Ég tók eftir, að fordómar hafa áhrif á efni pésans Dagskrá vikunnar, sem kemur til mín frítt. Þar er glaðst yfir, að bíóhetjan Sharpe hafi lækkað rostann í “Indverjanum”, dæmigert orðalag rasistans. Þar segir líka, að reykingabann valdi lungnabólgu, þegar púað er utan dyra. Rétt er, að reykingar valda lungnabólgu, en ekki reykingabann. Alveg eins og Hitler bar ábyrgð á innrásinni í Póllandi, ekki þeir, sem gripu til varna. Í svona bæklingum er ódýrt vinnuafl látið fylla í plássið milli auglýsinga.