OgVodafone og Gagnaveitan bjóða mér ljósleiðara. Vilja auka bandbreiddina úr tólf megabætum á sekúndu í þrjátíu. Á að kosta mig 3.000 krónum meira en ég borga núna. Hef ég þó meiri en nóga bandvídd fyrir. Þar af eiga 2.400 krónur að fara í ljósleiðarann. Til að fá að borga þetta, þarf að tengja ljósleiðarann við sjónvarp og þráðlaust loftnet fyrir tölvur. Söluaðilar hafa fyrirtækið Mömmu, sem vill tengja þetta fyrir 4.500 krónur á tímann. Ekki veit ég, hvað það þýðir í krónum. Til að fá að vita, hversu marga tíma þarf í verkið, þarf ég að borga aðrar 4.500 krónur. Það er kallað tilboð.