Keypti þrjá reyfara til að liggja í leti um helgina. The Naming of the Dead eftir Ian Rankin um lögreglumanninn Rebus. Góðar vettvangslýsingar. Mér leiðast þó skozkar og skítugar löggubyttur. Endirinn langsóttur. Like the Flowing River, örsögur eftir Paulo Coelho. Sumar góðar, aðrar langsóttar eða ódýrar. Coelho trúir kaþólskt á stokka og steina og sér víða fyrirboða og tákn. Síðust var Hitler’s Peace eftir Philip Kerr. Flókin saga allt of margra persóna. Of mikill tími fór aftast í að hala inn marga söguþræði. Þá geispaði ég. Nenni varla að eyða fleiri helgum í reyfara að sinni.