Framhleypni öryggisvarða

Punktar

Terroristar Kringlunnar telja, að almannafæri í Kringlunni sé friðhelgt fyrir mótmælum. Líklega af því, að Kringlan á þar göturnar, en fyrirtækin við Laugaveginn eiga ekki götuna. Út í hött er, að prívat öryggisverðir abbist upp á friðsama mótmælendur á almannafæri. Það sást þó í sjónvarpinu. Ekkert hefur komið fram um, að mótmælendur hafi verið með ólæti eða skemmdir. Þetta er eins og að vísa harmoníkuleikara frá Laugavegi, sem var dæmigerður terrorismi löggunnar. Ráðamenn Kringlunnar siguðu terroristum sínum á fólkið og klöguðu það til löggunnar. Als ekki meiri viðskipti þar.