Bandaríkin hóta að viðurkenna sjálfstæði Kosovo án hjálpar Öryggisráðsins eða annarra. Eins og Jón Baldvin Hannibalsson viðurkenndi Litháen árið 1991. Frægðarverk hans hafði stórpólitísk áhrif. Nú ætlar George W. Bush að stæla Jón Baldvin. Það verður niðurlæging Rússlands, sem þykist aftur vera orðið heimsveldi. Enn skammarlegra verður það fyrir Evrópusambandið, sem jafnan tvístígur, ef heilbrigð skynsemi og réttlæti býður því að taka hendur úr vösum. Heimsblöðin sögðu í gær, að sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hefði hótað einhliða viðurkenningu sjálfstæðis Kosovo.