Samningar rifnir og tættir

Punktar

Rússland hefur ógilt samninginn, sem batt enda á kalda stríðið í Evrópu. Samninginn um minnkun hefðbundinna vopna á tilteknum svæðum í Evrópu. Vladimir Pútín forseta þykir í lagi að ógilda samning, sem hentar honum ekki. Fyrirmynd hans er George W. Bush, sem hefur ógilt fjölda samninga með einhliða yfirlýsingu. Í raun gerir Pútín þetta í reiði út af fyrirhugaðri eldflauga-regnhlíf Bandaríkjanna í Póllandi. Það er ferlegt að hafa svona menn við stjórnvölinn. Pútín líkist Stalín meira með hverju árinu. Og Bush hefur frá upphafi verið geðveikur, þótt Bandaríkjamenn sjái það ekki.