Tvenns konar mælikvarðar

Punktar

Sameinuðu þjóðirnar nota þrjá þætti til að meta þroska ríkja: 1) Ævilíkur fólks við fæðingu, 2) menntun þess á ýmsum stigum skólakerfisins og 3)landsframleiðslu þess á hvern haus. New Economic Foundation notar líka þrjá þætti, þar á meðal ævilíkur fólks við fæðingu. Hinir tveir þættirnir eru aðrir. Í fyrsta lagi kolefnisfótspor á mann sem mælikvarða á mengun. Í öðru lagi blandaðan mælikvarða, þar sem mældur er jöfnuður fólks, glæpatíðni, ánægja fólks og ýmsir aðrir þættir, er ekki mælast sem landsframleiðsla. Slíkar blöndur mælikvarða eru betri en gamaldags mæling á landsframleiðslu.