Ísland er á réttri leið

Punktar

Íslandi vegnar vel í nýjum samanburði ríkja. Þar er meira tillit tekið til hamingju fólks en hinnar villandi landsframleiðslu (GDP). Hún endurspeglar ekki hamingju, heldur margvíslegan óþarfa. Ísland er í öðru sæti á Human Developement Index hjá Sameinuðu þjóðunum. Það er í fyrsta sæti á European Happy Planet Index hjá New Economics Foundation, þar sem landsframleiðslu er alveg sleppt. Áberandi er þar, að engilsaxnesk ríki, svo sem Bretland, fara illa út úr mælingu, en Norðurlöndin og Frakkland vel. Áður hefur komið fram, að heilbrigðisþjónusta Frakklands og Norðurlanda er bezt í heiminum.