Maru er hættur í Ísafoldarhúsinu í Aðalstræti. Eitt bezta og sanngjarnasta veitingahús landsins hefur lokast. Því að Íslendingar kunna ekki að meta góðan mat. Þannig hætti Arnarhóll, þannig hætti Sommelier. Snúa má dæminu við. Smám saman hefur miðbær Reykjavíkur fyllst af marklausum matstöðum, sem lifa á einhverju öðru en góðum mat. Sum lifa vafalaust á peningaþvotti fíkniefnabransans. Flest lifa þó hreinlega á vondum smekk fólks, trú þess á ódýr trikk. Einkum trú á skreytilist og blandstíl, þar sem hamborgrinn er blásinn upp í þrjú þúsund kall. En Maru var ekta staður og því féll hann.