Magnaðir og ólmir hestar

Hestar

Þegar Húnvetningar og Skagfirðingar fóru milli bæja fyrir einni öld, vildu þeir snarpa hesta, sem fóru þrjátíu kílómetra á tveimur klukkutímum. Þetta voru ólmir hestar, svo magnaðir, að lag og þolinmæði þurfti til að temja þá. Skeið og stökk voru kjörgangur, en samt fundu þessir bændur upp tölt til að nota til spari í kirkjuferðum. Að geta geisað á góðri götu var öldum saman þörf og vilji fólks. Löngu seinna var farið að rækta hesta, sem gátu hoppað upp á fótinn að hætti reiðskólans í Vínarborg. Leitun er orðin að hestum, sem Húnvetningar hefðu fyrir hundrað árum minnzt í erfidrykkju.