Líkræða yfir hesti

Hestar

Rútsstaða-Jarpur var heygður fyrir öld. Séra Stefán Jónsson á Auðkúlu las yfir moldum hans og fjölmenni kom til erfidrykkju. Víða um Húnaþing voru reiðhestar þá svo frægir, að þeir voru heygðir og haldnar erfidrykkjur. Frá þessum hestum segir í Horfnum góðhestum eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp. Hestar voru jeppar þess tíma, samgöngutæki bænda á faraldsfæti. Menn bjuggu á þremur-fjórum bæjum um ævina og fluttust milli landshluta. Reiðgötur þess tíma eru skráðar á herforingjaráðskortin dönsku á fyrsta áratug tuttugustu aldar. Þessar merkustu fornminjar landsins eru nú að týnast og gleymast.