Fjölmiðlar fjalla um ritskoðun Björgólfs Guðmundssonar á tveimur bókum, er hann átti Eddu. Observer segir Björgólf játa að hafa fargað bókinni um Thorsarana. Hann lét taka úr henni kafla um hjónaband Þóru Hallgrímsson og bandaríska nýnazistans George L. Rockwell. Fréttablaðið staðfestir svo í morgun, að Björgólfur hafi látið taka kafla úr annarri bók, um Sverri Hermannsson. Í kaflanum voru bréfaskriftir milli Moggans og Landsbankans. Björgólfur Guðmundsson hefur í krafti peninga hagað sér ósæmilega, svikið hefðir í vestrænni bókaútgáfu og orðið af því réttilega illræmdur erlendis.