Þrjúhundruð hættulegir

Punktar

Tölfræði mín er engin, en hugboðið segir mér, að dreifing áfengisvandans sé þessi: Virkir drykkjurútar eru 30.000 í landinu, þar af 3.000, sem drekka iðulega frá sér ráð og rænu. Þar af eru 300 hættulegir umhverfinu, einkum vegna ofbeldis. Þessi vandræði verða yfirleitt ekki læknuð frekar en önnur vandræði. Þegar drykkjurútar eru komnir á ofbeldisstigið, verða sjónarmið meðvirkra vandamálafræðinga um lækningar og meðferðir að víkja fyrir þörf samfélagsins um öryggi. Ríkisstjórn, lögregla, dómstólar og borgarstjórn hafa svikist um að gæta öryggis borgaranna. Hafa framleitt miðbæjarvandann.