Össur hótar enn

Punktar

Össur Skarphéðinsson ráðherra hótar Birki Jóni Jónssyni framsóknarmanni á bloggsíðu sinni. Efnislega er hótunin þessi: Ef þú hættir ekki að heimta rannsókn á Grímseyjarferju, mun ég bæta við tillöguna kafla um rannsókn á Byrgismáli. Össur hefur oft hótað. Til dæmis hótaði hann embættismönnum, þegar hann var umhverfisráðherra. Og hótaði kaupsýslumanni, sem vildi ekki hafa bróður hans í vinnu. Fleiri pólitíkusar hóta en Össur einn. En þeir gera það í kyrrþey, því að þeir vita, að það er siðlaus iðja. Össur einn gerir það opinberlega. Hann virðist ekki skilja, að hótanir eru siðlausar.