Í hádeginu eru mörk vonds og góðs matar um 1600 krónur. Eftir nokkur hádegi á fiskbitastöðum, sem afgreiddu upp úr hitakössum, var unaðslegt að koma í Laugaás. Þar má velja í hádeginu milli fimm rétta dagsins með súpu. Fín grænmetissúpa var með rjóma og litlu eða engu hveiti. Rauðsprettan var nákvæmlega milt pönnusteikt. Borin fram með sítrónu, fersku grænmeti og fallegum, íslenzkum kartöflum soðnum. Eggjasósan með fiskinum var þunn og mild. Fiskbitastaðirnir verðlögðu matinn á 1200-1300 krónur, en Laugaás er með 1700 króna meðalverð. Gæðamunurinn er miklu meiri. Enda ætíð fullt hús.