Sat í hádeginu í gær í Kínahúsinu og horfði á tolleringar Menntaskólans í Reykjvík. Þær voru eins og þær voru fyrir hálfri öld. Nemendur voru ekki að slá út aðra skóla eða fortíðina í vitleysu. Þetta er bara erfðavenja gamals skóla, sem hefur sjálfstraust. Honum virðist takast að koma fólki til þroska. Annað er uppi á teningnum í sumum öðrum menntaskólum. Á Ísafirði fólst busun í barnaskap og skrílmennsku með ívafi af sadisma. Þar vantar greinilega sjálfstraust. Þar komast nemendur lítt til þroska. Sú er einnig raunin í flestum fjölbrautar- og menntaskólum landsins. Eru bara gaggó.