Fínn matur á 950 krónur

Veitingar

Ég verð að leiðrétta mig. Á föstudaginn sagði ég, að mörk góðs og vonds hádegismatar á veitingahúsum væru við 1.600 krónur. Ég gleymdi Kínahúsinu. Þar borða ég súpu og þrjá rétti fyrir 950 krónur í hádeginu. Grænmetissúpan var fín og réttirnir séreldaðir fyrir hvern kúnna, ekki upp úr hitakössum. Það voru rækjur, kjúklingur og lambakjöt. Staðurinn er friðsæll, þægileg tónlist frá Singapúr, vel í sveit settur á horni Lækjargötu og Skólabrúar. Ekki er til neinn sambærilegur staður í lágu verði og góðum mat hér á landi. Hér hef ég borðað oft í áratug. Aldrei orðið fyrir vonbrigðum.