Kvaddi fjallmenn í gær

Punktar

Fjallmenn í Hrunamannahreppi hófu leitir frá Kaldbak í gær. Við kvöddum þá með vöfflum og flatkökum og rommi út í kaffið. Afréttin nær upp í Hofsjökul og Kerlingafjöll. Nú eru aðeins 1.300 ær á fjalli plús lömb. Eins og tveir bæir í Þistilfirði. Kindurnar á Skeiða- og Flóamannaafrétt eru bara brot af þessu. Hrepparnir eru ekki lengur sauðland, enda skít og kanil upp úr því að hafa. Enn geta fjárbændur mannað sex daga göngur. En þeim fækkar með hverju árinu. Á föstudag verða réttir. Þá kemur Árni Johnsen og spilar og Dagbjartur úr Grindavík syngur. Kvenfélagið er hætt að baka, það er frat.