Draumur fjölþjóðafyrirtækis

Punktar

Icelandair lætur Letcharter taka yfir flug, sem íslenzkir flugmenn hafa áður sinnt. Að því leyti er flugfélagið að brjóta á Íslandi. Flugfólk getur hins vegar ekki ætlast til að fá störf, sem lettneskt flugfólk hefur áður sinnt. Deilan milli Icelandair og flugmanna er ekki spurning um svart og hvítt. Sumpart hefur félagið samt verið að færa verkefni frá íslenzku flugfólki yfir til ódýrara fólks. Það er draumur fjölþjóðafyrirtækja að kaupa vinnu, þar sem hún er ódýrust. Sá draumur er ástæða þess, að Ísland verður að taka fast á slíkum fyrirtækjum. Aðgerðir flugmanna eru réttmætar.