Walter Cronkite er nestor fréttaþátta í sjónvarpi heimsins yfirleitt. Í ævisögunni gerir hann skemmtilega upp sakirnar við oflátunga, sem tóku við rekstri sjónvarpskeðja. Þeir fóru að laga það, sem ekki var bilað, losuðu sig t.d. við Cronkite. Alveg eins og nú er verið að laga það, sem ekki er bilað í Ríkissjónvarpinu. Spaugstofuna, sem hefur flesta viðskiptavini. Á CBS tókst oflátungunum skjótt að minnka áhorf og rústa fyrirtækið. Ég hef ekki trú á, að breytingar á Spaugstofunni auki notkun hennar. Vitlegra er að breyta þáttum, sem áhorfendur nota lítið. Og láta hina þættina í friði.