Tilveran er toppstaður

Veitingar

Eini galli Tilverunnar er að vera í Hafnarfirði, þangað sem ég á sjaldan erindi. Hún býður sex ferska fiskrétti í hverju hádegi. Þeir kosta að meðaltali bara 1.500 krónur með súpu dagsins. Hún er að vísu hveitigrautur að íslenzkri hefð. En fiskurinn er fínlega eldaður, betur en í flestum sparistöðum landsins. Hann á að vera heillegur, lyktarlaus, með fiskbragði. Eldað er sér fyrir hvern kúnna. Ég prófaði hlýra með plómusósu og stöðluðu grænmeti, bakaðri kartöflu góðri og ágætu hrásalati smásöxuðu. Þetta var svo gott, að ég verð að finna upp tækifæri til að koma tíðar í Hafnarfjörð.