Lauk við að lesa Among Believers, ferðasögu nóbelshöfundarins V.S. Naipaul um lönd múslima árið 1981. Ég hef lesið nokkrar bækur um þessi lönd, einkum Pakistan. Bók Naipaul kemst ein þeirra að kjarna málsins. Íslam er trú, sem spannar pólitík, lög og annað veraldlegt. Múslimar nota vestrænu á borð við tækni og kapítal, en telja samt Kóraninn veita svör við öllu. Selja olíu og kaupa allt að vestan, hafna samt vestrinu og vilja reisa trúarríki. Eftir lesturinn skil ég, að múslimar á Vesturlöndum samlagast ekki. Þeir hafna vestrænum gildum og halda fast í vonda siði, sem stríða gegn vestrinu.