Búvörumafían kvartar yfir stuldi í Bandaríkjunum á orðinu “skyr”. Það er sagt vera bandarísk vara, framleidd annan hátt en íslenzkt skyr. Það steli íslenzku vörumerki, sem Ísland eigi. Úr því að mafían hefur þessa skoðun, hví stelur hún erlendri vöru og stælir hana, stelur erlendum vörumerkjum? Hvers vegna tekur hún orðið “feta”, sem er grískur geitaostur, og slengir því á allt annan kúaost hér á landi? Hvers vegna stelur hún vörumerkjunum Camembert og Brie, sem eru vörumerki frá héruðum í Frakklandi? Búvörumafían er dæmi um botnlausa hræsni Íslendinga. Við megum, en aðrir mega alls ekki.