Stóðhestur flúði merarnar

Punktar

Á nokkurra ára fresti fréttist af vanfóðruðum stóðhestum. Sumir gæzlumenn þeirra virðast telja, að þeir hafi það svo fínt, að þeir þurfi ekki að éta. Einn frægasti stóðhestur sögunnar, Höfða-Gustur, var kenndur við bæ, þar sem dýraníð var kallað “sjálfbær landbúnaður”. Hann kom einu sinni illa haldinn í girðingu á Suðurlandi. Landsliðseinvaldurinn tók þar á móti honum. Sagði hann hafa verið svo örmagna, að hann hafi ælt, þegar hann sá merarnar og síðan flúið undan þeim yfir girðingar. Höfði lenti svo með réttu í klóm sýslumanns og dýralækna, sem vildu bjarga “sjálfbærum” dýrum.