Síðasti móhíkaninn

Veitingar

Síðasti móhíkaninn hefur gefizt upp. Tour d’Argent, fínasta veitingahús veraldar, hætti að bjóða klassíska franska eldhúsið. Í gullturninum við hlið Notre Dame í París, handan Signu, er komið nýfranskt eldhús. Áfram verður þó hægt að fá “blóðönd” og “fiskibollur”. Hér er sagt, að gaffallinn hafi verið fundinn upp fyrir rúmum fjórum öldum. Enn er þar einn dýrasti vínkjallari heims. Claude Terrail safnaði honum, rak húsið í sextíu ár, er nýlátinn. Sonur hans, André Terrail hyggst bylta eldhúsinu. Ég efast um, að hann geti selt nýfrönsku hugmyndina. Hún er þegar orðin þrjátíu ára gömul.