Það er galið, að kerfið skuli vera að gamna sér við að selja ódýrara benzín á torfæruhjól. Galið, að slík hjól skuli sum vera flutt til landsins án þess að vera skráð. Að þau skuli sum vera ótryggð fyrir slysum, sem þau valda. Að þau skuli hafa sérstaka aðstöðu ofan við vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk. Að menn tala um, að ríkið skuldi torfærufólki aðstöðu. Að þau skuli fá að sjást, þegar jörðin er blaut, til dæmis þegar frost fer úr jörð. Að þau skuli mega spilla slóðum á hálendi. Þau megi spæna göngu- og reiðleiðir upp í öldur. Það er galið, að hjólin skuli yfirleitt vera til.