Eitraður biti bandalags

Punktar

Framkvæmdastjóri Nató, De Hoop Scheffer, rífur hár sitt í örvæntingu. Ríkisstjórnir þess vilja hvorki láta hann hafa aura né dáta. Hann ferðast um Evrópu án árangurs. Jafnvel til Íslands. Vandinn er, að evrópskir kjósendur kæra sig ekki um að senda unga fólkið í stríð gegn Afganistan. Ekki heldur til annarra þeirra ríkja, sem stofuhaukarnir í Bandaríkjunum vilja sprengja hverju sinni. Ráðagerðir bandalagsins um hraðvirkar bardagasveitir í fjarlægum heimsálfum hafa farið út um þúfur. Nató gleypti eitraðan bita með því að senda 40.000 dáta til fjarlægs Afganistans.