Ég las í fjölmiðli, að vinstri grænir vilji ekki sambýli fyrir geðfatlaða. Nokkrum dögum síðar leiðrétti fjölmiðillinn sig og sagði, að vinstri grænir taki græn svæði fram yfir geðfatlaða. Hið rétta í málinu er, að vinstri grænir eru andvígir staðsetningu sambýlisins á grænu svæði. Það felur ekki í sér, að fólk taki græn svæði fram yfir sambýli. Skemmtilegt innskot kom svo í öðrum fjölmiðli. Þar segir borgarfulltrúi, að vinstri grænir hafi mislesið skipulagskort og haldið grátt svæði vera grænt. Ekki ætti að vera ofviða fjölmiðli að upplýsa, hvort sé. Fremur en að fara ítrekað með villu.