Þótt fólk borgi skattana, getur það ekki búizt við tímanlegri og ókeypis heilsugæzlu. Sumt þurfa menn að borga að hluta eða að öllu leyti. Stundum þarf fólk að bíða of lengi og stundum ekki. Tannlækningar eru ekki greiddar nema fyrir suma. Tannréttingar eru greiddar að hluta. Flest lyf eru greidd að hluta og sum ekki. Göngusjúklingar þurfa að borga sumt, sem legusfólk þarf ekki að borga. Slys og sjúkdómar geta gert fólk gjaldþrota eða leitt til ótímabærs heilsutjóns eða dauða. Í okkar fátæka kerfi ræður tilviljun, hvort fólk nýtur velferðar í heilsugæzlunni eða býr í þriðja heims ríki.