Eitt allra bezta veitingahúsið býður hádegisverð á 2000 krónur. Humarhúsið var í gær með mjúka gulrótarsúpu og bezta saltfisk landsins fyrir lægra verð en Fish & Chips í Tryggvagötu. Saltfiskurinn var hæfilega útvatnaður og bragðmildur, borinn fram með mjúkum humri, gulrótarsósu, hörpufiski og laxahrognum. Þjónustan var fullkomin, enda langskólagengin. Húsnæðið er eins notalegt og það getur verið. Humarhúsið er mörgum gæðaflokkum ofar en önnur hús með hádegismat kringum 2000 krónur. Þannig er vörumerkjaöldin, verð og gæði á vöru og þjónustu eru tvennt ólíkt, hafa engan snertiflöt.