Vandi mannkyns núna er ekki al Kaída, Afganar eða Írakar. Í framtíðinni verða Rússland og Kína vandamál. En vandi dagsins í dag er skelfilegt ofbeldi vestrænna ríkisstjórna, stórfyrirtækja og stofnana í þriðja heiminum. Hún lýsir sér meðal annars í, að meirihluti peninga hnattvæðingar er illa fengið fé. Olíukarlinn George W. Bush forseti og Bechtel-stjórinn Dick Cheney varaforseti eru persónugervingar hinnar vestrænu græðgi. Þeir og þeirra líkar hafa magnað réttláta reiði fátækra þjóða. Vesturlönd munu lengi verða að líða fyrir að hafa rústað þriðja heiminum með hnattvæðingu.