Út var að koma bókin “A Game As Old As Empire”. Hún segir frá glæpaverkum hnattvæðingarinnar. Fyrrverandi starfsmenn fjölþjóðabanka, öryggissveita og fjölþjóðasamtaka segja þar reynslu sína. Hún er gefin út í framhaldi af “Confessions of an Economic Hit Man” eftir John Perkins. Höfundarnir segja skelfilega sögu af stríðum, morðum og efnahagsofbeldi á vegum Halliburton, Shell, Bechtel og annarra risafyrirtækja. Á vegum Heimsviðskiptastofnunar, Alþjóðabankans, og annarra merkisbera hnattvæðingar. Á vegum Bretlands og Bandaríkjanna. Olíuránið í Írak er blóðugasti glæpur hnattvæðingarinnar.