Í Mogganum í gær skrifar Davíð Logi Sigurðsson um blogg Egils Helgasonar og mitt um fund Amadinejad í Columbia-háskóla. Hann telur skrif okkar sýna, að forseta Írans hafi tekist vel upp í áróðursstríðinu. Það er skökk rökfræði Davíðs. Ekki var það Amadinejad, sem ákvað, að Lee C. Bollinger rektor yrði með dónaskap á fundinum. Það var rektorinn sjálfur. Hann flutti dónaskapinn áður en gesturinn byrjaði að tala. Við Egill vorum að gagnrýna gestgjafann, ekki að taka þátt í áróðursstríði stórvelda. Forsetinn er varla svo klár, að hann hafi fyrirfram spáð dónaskapnum. Og þannig spilað á íslenzkt blogg.