Frakkar hafa fengið sinn Bush. Nicolas Sarkozy forseti hefur stjórnlausa óskhyggju að hagstefnu. Neitar að mæta heimatilbúnum efnahagsvanda. Hann kennir Seðlabanka Evrópu um hann. Og bankastjóranum Jean-Claude Trichet, sem er franskur. Sarkozy neitar að spara útgjöld ríkisins og lækkar þar á ofan skatta. Það er dæmigerður Bush. Frakkinn heimtar þar á ofan lækkun forvaxta, sem Bush hefur ekki heimtað. Francois Fillon forsætisráðherra viðurkenndi fyrir viku, að Frakkland rambi á barmi gjaldþrots. Hinn nýi forseti Frakklands hefur reynzt vera sjónhverfingamaður og lýðskrumari.