Sarkó slær Bush við

Punktar

Frakkar hafa fengið sinn Bush. Nicolas Sarkozy forseti hefur stjórnlausa óskhyggju að hagstefnu. Neitar að mæta heimatilbúnum efnahagsvanda. Hann kennir Seðlabanka Evrópu um hann. Og bankastjóranum Jean-Claude Trichet, sem er franskur. Sarkozy neitar að spara útgjöld ríkisins og lækkar þar á ofan skatta. Það er dæmigerður Bush. Frakkinn heimtar þar á ofan lækkun forvaxta, sem Bush hefur ekki heimtað. Francois Fillon forsætisráðherra viðurkenndi fyrir viku, að Frakkland rambi á barmi gjaldþrots. Hinn nýi forseti Frakklands hefur reynzt vera sjónhverfingamaður og lýðskrumari.