Síðbúinn púðluhundur

Punktar

Nicolas Sarkozy vill koma í stað Tony Blair. Frakklandsforseti hyggst verða fylgismaður George W. Bush númer eitt í Evrópu. Í stað forsætisráðherra Bretlands, sem framdi pólitískt sjálfsmorð með sínum stuðningi. Frakkland græðir ekkert á þessari stefnubreytingu. Bush er að drukkna í Afganistan og Írak, fyrirlitinn um heim allan. Frambjóðendur repúblikana í þingkosningum gæta þess að nefna hann aldrei á nafn. Sarkozy er að leggja af stað í sína skondnu krossferð, þegar aðrir eru komnir til baka. Áður var Tony Blair kallaður púðluhundurinn, en nú er Sarkozy að verða helzti púðluhundurinn.