Enn er langt til Evrópu

Punktar

Evrópusinnar eru enn í minnihluta með þjóðinni. Meðan svo er, mun enginn pólitíkus og því síður stjórnmálaflokkur setja Evrópu á oddinn. Fylgið við Evrópu þarf að fara upp í 60% til að það verði þorandi. Þegar á reynir, munu afturhalds- og þjóðernisöflin taka til óspilltra málanna. Þau munu segja, að fullveldi landsins sé í voða. Evran sé óþjóðleg. Í kjölfar hennar muni dópaðir útlendingar setjast hér að. Þjóðernisstefna hefur makað krókinn í Evrópuslag í öðrum löndum. Á síðustu metrum í erlendri kosningabaráttu hafa sjónarmið sameinaðrar Evrópu og evrópsks gjaldmiðils jafnan látið undan síga.