Olíufélagið og Bílanaust heita núna N1 og Oddi heitir A4. Það er tízkan í ár. Senn munu mörg fyrirtæki heita eftir reitum í töflureikni. Fyrir nokkru var fínt að heita -lausnir. Kassagerðin var skírð Umbúðalausnir. Rakarinn hét Hárlausnir. Ferðaskrifstofa hét Ferðalausnir. Skúringar heita líklega þrifalausnir. Almannatenglar heita þá ímyndarlausnir og stjórnmálaflokkur getur kallað sig þjóðlausnir. Þessi tízka stóð í nokkur ár og lifir enn í nokkrum smáfyrirtækjum. Einkenni á tízkudellum af þessu tagi er, að þær endast skammt. Ófrjóir almannatenglar fá sífellda vinnu við nýjar skírnir.