Orkuveitan hirt

Punktar

Menn með góð sambönd við opinbera aðila nota hér á landi sömu aðferðir og ólígarkarnir í Rússlandi. Þeir hirða Orkuveituna, eign útsvarsgreiðenda í Reykjavík. Ráðamenn Orkuveitunnar hafa lengi verið að undirbúa valdatökuna. Orkuverði borgarana hefur verið haldið háu, svo að þeir hafa myndað digra sjóði. Hluti sjóðanna hefur verið notaður til ýmissa gæluverkefna, svo sem fiskeldis og ljósleiðara. Nú á að gefa ólígörkum afganginn. Það á að vera tannfé þeirra í útrás á erlenda markaði. En þetta er röng aðferð. Þeir eiga sjálfir að borga sína útrás. Ósiðlegt er að hirða Orkuveituna í því skyni.