Spurningar um siðferði

Punktar

Heilsuvandinn stafar mest af tregðu pólitískra yfirvalda við að taka á siðferðilegum spurningum. Á að halda gömlu fólki á lífi með dýrum aðferðum? Hversu langt á að ganga á því sviði? Á að veita innfluttu fólki dýrari þjónustu en öðrum? Hafa sjúklingar rétt á mannsæmandi umhverfi, til að dæmis að liggja ekki á göngum. Eiga sjúkdómar að hafa misjafna réttarstöðu, eiga fíknir til dæmis að vera lægra skrifaðar? Eiga fegrunaraðgerðir rétt á sér, tannréttingar til dæmis? Þar sem pólitíkusar skjóta sér undan svörum við þessu, taka þeir ábyrgð á fullri þjónustu. Og standa ekki við hana.